Kársnes skipulagt í sátt við íbúa 10. ágúst 2007 05:30 Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar