Kunna ekki að skrifa 10. ágúst 2007 03:00 Liza Marklund, söluhæstu krimmahöfundar Svía eru konur. Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira