Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló 29. ágúst 2007 09:54 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir stjórnendum bankans hafa litist vel á kauphöllina í Osló sem fjárfestingarkost. Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira