Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 11:14 Páskaeggin frá Freyju eru þau dýrustu þetta árið. Vísir/Einar Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. Í lágvöruverðsverslunum hækkar meðalverð á páskaeggjum um 12 til 17 prósent milli ára. Minnst hækkar verð í Krambúðinni og 10-11, en mest hækkar það í Extra og Kjörbúðinni, um 25 til 27 prósent milli ára. Í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ segir að verðlagskönnun á páskaeggjum hafi verið framkvæmd síðasta laugardag. Daginn eftir hafi Nettó lækkað verð á páskaeggjum um 3,6 prósent og þau séu nú iðulega á sama verði og í Krónunni. Ódýrust í Prís, dýrust í Iceland Prís hafi boðið lægsta verðið á öllum 12 páskaeggjum sem þar voru til sölu, en það hafi verið fjögur frá Freyju, þrjú frá Góu og sex frá Nóa Síríus. Iceland hafi að jafnaði verið með hæsta verð á páskaeggjum, en þau hafi að meðaltali kostað helmingi meira í Iceland en þar sem þau voru ódýrust. Bónus og Krónan hafi verið skammt undan, að meðaltali hársbreidd frá lægsta verði, og verið með mest úrval, eða 45 til 48 íslensk páskaegg. Í Fjarðarkaupum hafi fundist 39, að meðaltali rúmum 3 prósentum frá lægsta verði. Stærðarhagkvæmni í páskaeggjakaupum Þá segir að páskaeggin séu misstór en þegar kílóverð séu borin saman sjáist að að Freyjupáskaeggin séu dýrust, Nóaeggin næstdýrust og Góuegg ódýrust. Bestu kaupin, sé planið að torga kílógrammi af sætindum, sé risaeggið frá Bónus eða Góu páskaegg númer 11. Í viðráðanlegri stærðum séu sérframleiddu verslanaeggin hagkvæmust. Bónusegg, Krónuegg og Okkar egg í Nettó kosti reyndar 17 til 20 prósentum meira á kílóið, en séu mun smærri. Mjólkurlaust Nóa egg númer 4 kosti um 7 prósentum meira en svipað stórt Nóaegg með mjólkursúkkulaði og Freyju suðusúkkulaðiegg kosti 17 prósentum meira, í kílóverði talið, en Freyju fjöregg, sem sé af svipaðri stærð. Útlagar skýra hækkun í Kjörbúðinni að hluta Loks segir að mikil hækkun á páskaeggjaverði í Kjörbúðinni skýrist af fimm páskaeggjum sem hafi hækkað um meira en helming frá því í fyrra. Góu páskaegg og hraunegg númer 1 hafi tvöfaldast í verði, úr rúmum 150 krónum í 295 krónur. Freyju fjöregg númer 6 hafi hækkað úr 2.399 krónum í 4.199 krónur. Það hafi í fyrra verið svipað dýrt og í Bónus en sé nú 52 prósentum dýrara. Nóa ljóst páskaegg númer 1 hafi hækkað úr 241 krónu upp yfir 370 krónur. Án þessara fimm páskaeggja hafi meðalhækkun á verði páskaeggja í Kjörbúðinni verið 21 prósent. Páskar Sælgæti Verslun Verðlag Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í lágvöruverðsverslunum hækkar meðalverð á páskaeggjum um 12 til 17 prósent milli ára. Minnst hækkar verð í Krambúðinni og 10-11, en mest hækkar það í Extra og Kjörbúðinni, um 25 til 27 prósent milli ára. Í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ segir að verðlagskönnun á páskaeggjum hafi verið framkvæmd síðasta laugardag. Daginn eftir hafi Nettó lækkað verð á páskaeggjum um 3,6 prósent og þau séu nú iðulega á sama verði og í Krónunni. Ódýrust í Prís, dýrust í Iceland Prís hafi boðið lægsta verðið á öllum 12 páskaeggjum sem þar voru til sölu, en það hafi verið fjögur frá Freyju, þrjú frá Góu og sex frá Nóa Síríus. Iceland hafi að jafnaði verið með hæsta verð á páskaeggjum, en þau hafi að meðaltali kostað helmingi meira í Iceland en þar sem þau voru ódýrust. Bónus og Krónan hafi verið skammt undan, að meðaltali hársbreidd frá lægsta verði, og verið með mest úrval, eða 45 til 48 íslensk páskaegg. Í Fjarðarkaupum hafi fundist 39, að meðaltali rúmum 3 prósentum frá lægsta verði. Stærðarhagkvæmni í páskaeggjakaupum Þá segir að páskaeggin séu misstór en þegar kílóverð séu borin saman sjáist að að Freyjupáskaeggin séu dýrust, Nóaeggin næstdýrust og Góuegg ódýrust. Bestu kaupin, sé planið að torga kílógrammi af sætindum, sé risaeggið frá Bónus eða Góu páskaegg númer 11. Í viðráðanlegri stærðum séu sérframleiddu verslanaeggin hagkvæmust. Bónusegg, Krónuegg og Okkar egg í Nettó kosti reyndar 17 til 20 prósentum meira á kílóið, en séu mun smærri. Mjólkurlaust Nóa egg númer 4 kosti um 7 prósentum meira en svipað stórt Nóaegg með mjólkursúkkulaði og Freyju suðusúkkulaðiegg kosti 17 prósentum meira, í kílóverði talið, en Freyju fjöregg, sem sé af svipaðri stærð. Útlagar skýra hækkun í Kjörbúðinni að hluta Loks segir að mikil hækkun á páskaeggjaverði í Kjörbúðinni skýrist af fimm páskaeggjum sem hafi hækkað um meira en helming frá því í fyrra. Góu páskaegg og hraunegg númer 1 hafi tvöfaldast í verði, úr rúmum 150 krónum í 295 krónur. Freyju fjöregg númer 6 hafi hækkað úr 2.399 krónum í 4.199 krónur. Það hafi í fyrra verið svipað dýrt og í Bónus en sé nú 52 prósentum dýrara. Nóa ljóst páskaegg númer 1 hafi hækkað úr 241 krónu upp yfir 370 krónur. Án þessara fimm páskaeggja hafi meðalhækkun á verði páskaeggja í Kjörbúðinni verið 21 prósent.
Páskar Sælgæti Verslun Verðlag Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira