Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa 24. september 2007 05:00 Sverrir telur að allt of margar plötur sem gefnar eru út hér á landi hafi þennan „íslenska“ tón. Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað." Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað."
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira