Vanhæfir stjórnendur Ögmundur Jónasson skrifar 29. október 2007 00:01 Stjórnendur hjá ríkisstofnunum tóku nýlega þátt í könnun á eigin vegum, að því er mér skilst, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri meiri völd til að ráðskast með réttindi og kjör starfsmanna. Þar með ættu þeir að geta rekið fólk skýringalaust ef svo bæri undir. Þar er átt við að losna þurfi við svokallað lögbundið áminningaferli við uppsagnir. Það felur það í sér að ef reka á starfsmann þurfi að veita honum viðvörun og gefa kost á því að leiðrétta hugsanlegan misskilning eða bæta sig í starfi ef viðkomandi hefur ekki staðið sig í stykkinu. Þetta ferli er til þess að koma í veg fyrir geðþóttastjórnun og jafnframt tryggja sjálfsögð mannréttindi á vinnustað. Sú ranghugmynd hefur lengi verið á sveimi um opinbera starfsmenn, að við þeim sé ekki hægt að hrófla hvað sem á gengur. Fyrir það fyrsta taka vinnustaðir iðulega breytingum í samræmi við breyttar aðstæður. Þá er hægt að ráðast í skipulagsbreytinar og hreinlega leggja niður störf. Viðkomandi starfsmaður átti við slíkar aðstæður rétt á svokölluðum biðlaunum í bætur, sex mánuði eða tólf eftir starfsaldri viðkomandi. Biðlaunarétturinn gildir þó aðeins fyrir þá sem voru í starfi fyrir 1997 því þá var þessi réttur afnumin illu heilli. Í annan stað er hægt að segja fólki upp störfum en þá með skýringum sem eiga að þola dagsljósið. Í rauninni snýst þetta fyrst og fremst um að fólk tali saman og að á stjórnanda hvíli skyldur, ekki síður en starfsmanni. Í þriðja lagi er þess að geta, að hafi starfsmaður brotið alvarlega af sér er brottrekstur heimill. Ef um er að ræða samskiptavanda á vinnustað getum við ekki gefið okkur að sökin sé starfsmannsins, stjórnandinn gæti verið vandamálið. Ég þekki fjölda vandaðra stjórnenda hjá hinu opinbera, sem líður ágætlega við það lagalega og samningsbundna umhverfi sem þeim er búið. Skyldu það vera vanhæfustu stjórnendurnir sem mest ásælast aukin völd?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnendur hjá ríkisstofnunum tóku nýlega þátt í könnun á eigin vegum, að því er mér skilst, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri meiri völd til að ráðskast með réttindi og kjör starfsmanna. Þar með ættu þeir að geta rekið fólk skýringalaust ef svo bæri undir. Þar er átt við að losna þurfi við svokallað lögbundið áminningaferli við uppsagnir. Það felur það í sér að ef reka á starfsmann þurfi að veita honum viðvörun og gefa kost á því að leiðrétta hugsanlegan misskilning eða bæta sig í starfi ef viðkomandi hefur ekki staðið sig í stykkinu. Þetta ferli er til þess að koma í veg fyrir geðþóttastjórnun og jafnframt tryggja sjálfsögð mannréttindi á vinnustað. Sú ranghugmynd hefur lengi verið á sveimi um opinbera starfsmenn, að við þeim sé ekki hægt að hrófla hvað sem á gengur. Fyrir það fyrsta taka vinnustaðir iðulega breytingum í samræmi við breyttar aðstæður. Þá er hægt að ráðast í skipulagsbreytinar og hreinlega leggja niður störf. Viðkomandi starfsmaður átti við slíkar aðstæður rétt á svokölluðum biðlaunum í bætur, sex mánuði eða tólf eftir starfsaldri viðkomandi. Biðlaunarétturinn gildir þó aðeins fyrir þá sem voru í starfi fyrir 1997 því þá var þessi réttur afnumin illu heilli. Í annan stað er hægt að segja fólki upp störfum en þá með skýringum sem eiga að þola dagsljósið. Í rauninni snýst þetta fyrst og fremst um að fólk tali saman og að á stjórnanda hvíli skyldur, ekki síður en starfsmanni. Í þriðja lagi er þess að geta, að hafi starfsmaður brotið alvarlega af sér er brottrekstur heimill. Ef um er að ræða samskiptavanda á vinnustað getum við ekki gefið okkur að sökin sé starfsmannsins, stjórnandinn gæti verið vandamálið. Ég þekki fjölda vandaðra stjórnenda hjá hinu opinbera, sem líður ágætlega við það lagalega og samningsbundna umhverfi sem þeim er búið. Skyldu það vera vanhæfustu stjórnendurnir sem mest ásælast aukin völd?Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar