
Vont skap Vinstri-grænna
Náttúruverndarsamtök Íslands fögnuðu í meginatriðum þeirri stefnu sem stjórnin setur fram í loftslagsmálunum. Guðni Ágústsson, metsöluhöfundur, var giska glaður fyrir hönd Framsóknar og Frjálslyndi flokkurinn var líka glaður. Þingmenn VG bölsótuðust hins vegar og fundu loftslagsstefnunni flest til foráttu. Þeir áttu greinilega ekki von á svo ítarlegri og jákvæðri nálgun af hálfu stjórnarinnar.
Ábyrgðarleysi og spælingVinstri-grænir hafa gjarnan miðað stefnu sína við rök ágætra systurflokka á Norðurlöndum. Nú bregður svo við að þeir hafna stefnumótun Íslands sem er þó mjög áþekk stefnu norsku vinstristjórnarinnar. Íslenska afstaðan er þó ítarlegri í einstökum liðum. Rétt er að geta þess að almennt hefur norska stjórnin verið talin afar framsækin í umhverfismálum. Ábyrgðarleysi og spæling Vinstri-grænna er sannarlega merkileg í ljósi þess að norsk skoðanasystkini þeirra í ríkisstjórn Noregs eru á nákvæmlega sömu línu og Íslendingar.
Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á að allar þjóðir heims samþykki aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu með almennri skerðingu á losun sem nemur 25-40% til 2020. Þá er mikilvægt að losun kolefnis sé verðlögð þannig að verðið geti orðið stórtækt stýritæki á markaði. Í því samhengi vill ríkisstjórnin halda áfram frumkvæði sínu til þess að fá fram umræður um sérkvóta fyrir heimsgreinar svo sem ál, stál og sement. Til þess var hún opinberlega hvött af Halldóri Þorgeirssyni, yfirmanni Loftslagsskrifstofunnar í Bonn og einum fremsta sérfræðingi veraldar á þessu sviði. Slík nálgun gæti reynst áhrifarík til að fá þróunarríkin með í slaginn en vissulega þarfnast hún gagnrýninnar umræðu. Að því leyti tek ég undir varnaðarorð Náttúruverndarsamtaka Íslands um þetta efni.
Sérstaðan er styrkurVið Íslendingar þurfum að leggja áherslu á okkar sérstöðu þar sem við höfum þróað aðferðir til þess að nýta jarðhita og vatnsafl til rafmagnsframleiðslu og ber skylda til þess að deila þeim með þróunarlöndum sem líða fyrir orkufátækt þótt víða um heim séu miklir möguleikar á virkjun jarðhita og vatnsfalla. Það þarf einnig að vera sveigjanleiki í heimsreglum til að fá metna græna tækni, skógrækt, endurheimt votlendis, föngun og förgun kolefnis og varðveislu regnskóga sem framlag til baráttunnar gegn hlýnun jarðar.
Íslendingar hafa sett sér það markmið að vera meðal fyrstu þjóða til þess að knýja báta- og bílaflota landsmanna með endurnýjanlegu eldsneyti. Við gætum gengið mun lengra en gert er í dag með orkunýtni í ýmsum myndum. Hins vegar er það óþarfi hjá Vinstri-grænum að láta eins og umhverfissinnar á Íslandi hafi engum árangri náð. Áliðnaðurinn sem hér hefur vaxið upp er ekki talinn meðal helstu bófa í losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess að hann notar raforku frá grænum orkulindum, framleiðir endurnýjanlegan léttmálm og notar tækni sem hefur skánað verulega frá mengunarsjónarmiði á seinni árum. Má vísa í viturleg ummæli formanns VG að fornu og nýju í þá veru - sem sjálfsagt er að rifja upp. Loftslagsbreytingar og fyrirsjáanleg skerðing á losunarheimildum heimsins í náinni framtíð hefur leitt íslensk stjórnvöld til að ýta undir orkufrekan iðnað sem miðast við sem allra minnsta kolefnislosun. Þróun nýrrar tækni sem byggir á kolefnisfríum iðnaðarferlum eða nýting kolefnis úr útblæstri eru einnig raunhæfir valkostir ef nægum fjármunum, tíma og mannviti er varið í það verkefni í heiminum og ekki síður hér á okkar góða Íslandi, þar sem enginn skortur er á hugmyndum.
Allir með í baráttunaVinstri-grænir ættu því að vera í góðu skapi og einhenda sér í baráttuna gegn hlýnun jarðar undir gunnfána ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Í þessu brýna framtíðarmáli ættum við Íslendingar að geta talað einni röddu á alþjóðavettvangi, þótt við munum auðvitað deila áfram um útfærslur og ákvarðanir á heimavelli.
Höfundur er iðnaðarráðherra.
Skoðun

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar