Þurfum líka evrur Ingimar Karl Helgason skrifar 12. desember 2007 00:01 Sigurjón Árnason bankastjóri landsbankans Bjóða betri kjör fremur en að auglýsa. „Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason. Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason.
Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira