Þurfum líka evrur Ingimar Karl Helgason skrifar 12. desember 2007 00:01 Sigurjón Árnason bankastjóri landsbankans Bjóða betri kjör fremur en að auglýsa. „Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason. Héðan og þaðan Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
„Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason.
Héðan og þaðan Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira