Aftökunni var næstum frestað 2. janúar 2007 18:45 Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Í skýrslu íraska innanríkisráðuneytisins kemur fram að 1.930 borgarar létu lífið í ofbeldisverkum í desember 2006, fjórfalt fleiri en í janúar sama ár. Flestir eru reyndar sammála um að þetta mat sé afar hóflegt, mannfallið er líklega mun meira. Hver sem fjöldinn er, er ljóst að ástandið fer stöðugt versnandi og stigvaxandi átök trúarhópa er orsökin. Þau eru einmitt ein ástæða rannsóknar stjórnvalda sem beinist bæði að hvernig á því standi að sjálf aftakan var mynduð þrátt fyrir bann en einnig að framkomunni sem böðlarnir sýndu Saddam á dauðastundinni þegar þeir formæltu honum og ákölluðu svo sjíaklerkinn Muqtada al-Sadr. Aftakan og myndirnar af henni hafi vakið upp hörð viðbrögð, bæði í Írak og í nágrannalöndunum. Í gær tók Raghad, dóttir Saddams, þátt í mótmælum í Amman í Jórdaníu, og í Samarra í Írak brutust súnníar inn í rústir gullnu moskunnar, eins helgasta vés sjía, og létu þar öllum illum látum. Sú uppákoma er sögð til marks um stigmagnandi ófrið á milli sjía og súnnía. Annars þykja aftökur í Mið-Austurlöndum sjaldnast tiltökumál. Mörg þeirra eru hópi þeirra 69 ríkja heimsins þar sem fólk er tekið af lífi fyrir hefðbundna glæpi. Í 11 löndum er dauðarefsingum beitt í undantekningartilvikum og önnur 29 hafa ekki gert slíkt í að minnsta kosti áratug. Í 88 löndum eru aftökur svo bannaðar með öllu. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu lýsti því yfir í dag að hann myndi beita sér fyrir alþjóðlegu banni gegn dauðarefsingum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en Ítalir tóku sæti í öryggisráðinu nú um áramótin. Nýr framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-Moon, sagði á sínum fyrsta starfsdegi í dag að ákvörðun um slíkt ætti að vera í höndum hvers og eins aðildarríkis. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Í skýrslu íraska innanríkisráðuneytisins kemur fram að 1.930 borgarar létu lífið í ofbeldisverkum í desember 2006, fjórfalt fleiri en í janúar sama ár. Flestir eru reyndar sammála um að þetta mat sé afar hóflegt, mannfallið er líklega mun meira. Hver sem fjöldinn er, er ljóst að ástandið fer stöðugt versnandi og stigvaxandi átök trúarhópa er orsökin. Þau eru einmitt ein ástæða rannsóknar stjórnvalda sem beinist bæði að hvernig á því standi að sjálf aftakan var mynduð þrátt fyrir bann en einnig að framkomunni sem böðlarnir sýndu Saddam á dauðastundinni þegar þeir formæltu honum og ákölluðu svo sjíaklerkinn Muqtada al-Sadr. Aftakan og myndirnar af henni hafi vakið upp hörð viðbrögð, bæði í Írak og í nágrannalöndunum. Í gær tók Raghad, dóttir Saddams, þátt í mótmælum í Amman í Jórdaníu, og í Samarra í Írak brutust súnníar inn í rústir gullnu moskunnar, eins helgasta vés sjía, og létu þar öllum illum látum. Sú uppákoma er sögð til marks um stigmagnandi ófrið á milli sjía og súnnía. Annars þykja aftökur í Mið-Austurlöndum sjaldnast tiltökumál. Mörg þeirra eru hópi þeirra 69 ríkja heimsins þar sem fólk er tekið af lífi fyrir hefðbundna glæpi. Í 11 löndum er dauðarefsingum beitt í undantekningartilvikum og önnur 29 hafa ekki gert slíkt í að minnsta kosti áratug. Í 88 löndum eru aftökur svo bannaðar með öllu. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu lýsti því yfir í dag að hann myndi beita sér fyrir alþjóðlegu banni gegn dauðarefsingum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en Ítalir tóku sæti í öryggisráðinu nú um áramótin. Nýr framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-Moon, sagði á sínum fyrsta starfsdegi í dag að ákvörðun um slíkt ætti að vera í höndum hvers og eins aðildarríkis.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent