Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant 5. janúar 2007 20:30 Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent