
Fótbolti
Bayern hefur augastað á Ribery

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar.