Óskemmtileg endurkoma Hargreaves

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0.