Hékk í poka yfir logandi kolavél 8. febrúar 2007 18:45 Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það. Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira