Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! 12. febrúar 2007 07:22 Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina. Hestar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina.
Hestar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira