Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru 12. febrúar 2007 18:30 Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings." Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings."
Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira