Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni.
Þórey Edda mun halda uppbyggingu sinni áfram í lok mánaðarins en þá fer hún til Suður-Afríku í þriggja vikna æfingabúðir.