Gæti breytt lífi milljóna manna 10. mars 2007 19:45 Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan. Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan.
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira