Greiða 50% hærra verð en kennarar 30. mars 2007 20:00 Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu. Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu.
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira