Enn skorar Kobe yfir 50 stig 31. mars 2007 11:11 Getty Images Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira