Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) 10. apríl 2007 15:52 Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR. Dominos-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira