Frækinn sigur AC Milan í Munchen 11. apríl 2007 20:33 Leikmenn Milan fagna hér marki Clarence Seedorf í Munchen í kvöld NordicPhotos/GettyImages AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira