Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild 21. apríl 2007 03:13 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira