Sarko og Sego komin áfram 22. apríl 2007 19:15 Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira