Heitir því að sameina Frakka Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 12:15 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira