Sýknaður af morði á Miðnesheiði 17. maí 2007 13:13 Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans. Hin tvítuga Ashley Turner fannst liggjandi í blóði sínu í tómstundaherbergi vistar sinnar á Miðnesheiði að kvöldi 14. ágúst 2005 en áverkar á líki hennar sýndu að hún hafði sætt miklum barsmíðum og svo stungin. Átta dögum síðar hefði hún átt að bera vitni gegn Calvin Eugene Hill en honum var gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga. Grunur féll því þegar á hann og hann var svo ákærður fyrir morðið á henni en dauðarefsing liggur við slíku afbroti. Vegna lokunar herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fóru réttarhöldin fram í Bolling í Washington. Yfir níutíu vitni voru kölluð fyrir herdómstólinn, þar á meðal taílensk unnusta Hill sem búsett er á Íslandi. Hún vottaði um að kvöldið sem morðið var framið hafi hann komið inn í herbergi þeirra löðursveittur og illa lyktandi og því farið í sturtu. DNA-rannsókn leiddi svo í ljós að blóð á strigaskóm Hill var úr Turner. Þrátt fyrir þetta þótti dómstólnum ekki fullsannað að Hill hefði banað Turner, blóðið hefði til dæmis getað slest á skóna þegar herlögreglan leiddi Hill í gegnum vettvang morðsins. Því var ákveðið að sýkna hann. Samkvæmt bandarískum lögum er mögulegt að áfrýja dómi herdómsstóla en ekki liggur fyrir hvort það verði gert í þessu máli. Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans. Hin tvítuga Ashley Turner fannst liggjandi í blóði sínu í tómstundaherbergi vistar sinnar á Miðnesheiði að kvöldi 14. ágúst 2005 en áverkar á líki hennar sýndu að hún hafði sætt miklum barsmíðum og svo stungin. Átta dögum síðar hefði hún átt að bera vitni gegn Calvin Eugene Hill en honum var gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga. Grunur féll því þegar á hann og hann var svo ákærður fyrir morðið á henni en dauðarefsing liggur við slíku afbroti. Vegna lokunar herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fóru réttarhöldin fram í Bolling í Washington. Yfir níutíu vitni voru kölluð fyrir herdómstólinn, þar á meðal taílensk unnusta Hill sem búsett er á Íslandi. Hún vottaði um að kvöldið sem morðið var framið hafi hann komið inn í herbergi þeirra löðursveittur og illa lyktandi og því farið í sturtu. DNA-rannsókn leiddi svo í ljós að blóð á strigaskóm Hill var úr Turner. Þrátt fyrir þetta þótti dómstólnum ekki fullsannað að Hill hefði banað Turner, blóðið hefði til dæmis getað slest á skóna þegar herlögreglan leiddi Hill í gegnum vettvang morðsins. Því var ákveðið að sýkna hann. Samkvæmt bandarískum lögum er mögulegt að áfrýja dómi herdómsstóla en ekki liggur fyrir hvort það verði gert í þessu máli.
Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira