Breytt viðhorf Kína til Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 09:17 Börnum flóttamanna frá Darfur gefið að borða í flóttamannabúðum. MYND/AFP Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins. Erlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins.
Erlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira