Zenden meiddur – Kewell í byrjunarliðið? 19. maí 2007 19:15 Harry Kewell hefur ekki spilað alvöru leik síðan á HM í Þýskalandi síðasta sumar en gæti komið til greina í byrjunarlið Liverpool gegn AC Mílan á miðvikudaginn. MYND/Getty Hollenski vængmaðurinn Boudewijn Zenden styðst nú við hækjur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingabúðum Liverpool í La Manga á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudag. Ólíklegt er að Zenden verði orðinn leikfær og því hafa dyrnar í byrjunarliðið opnast fyrir Harry Kewell. Kewell hefur verið meiddur allt tímabilið en gæti spilað sinn fyrsta og eina leik á tímabilinu í sjálfum úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Kewell hefur spilað fyrir varaliðið hjá Liverpool og þykir líka nokkuð vel út miðað við hversu lengi hann hefur verið fjarverandi. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, gæti þó einnig spilað John Arne Riise á kantinum og sett Alvaro Arbeloa í bakvörðinn, en talið er að hann treysti hinum fljóta Mark Gonzalez ekki til að byrja inn á í svo mikilvægum leik. Það sem Kewell hefur hins vegar fram yfir Arbeloa er reynslan og telja enskir fjölmiðlungar að hún gæti jafnvel gert gæfumuninn. Benitez vill þó ekki útiloka Zenden frá leiknum alveg strax. "Hann er meiddur á ökkla og eftir meðferð hjá lækni fékk hann ágætar fréttir. Bólgan er ekki eins slæm og við héldum en það er samt erfitt að segja til um hvernig hann verður á miðvikudaginn." "Það er mjög slæmt fyrir okkur að vera án Zenden. Hann er mikill karakter og við þurfum á reynslu hans og þekkingu að halda í svona mikilvægum leik," segir Benitez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Hollenski vængmaðurinn Boudewijn Zenden styðst nú við hækjur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingabúðum Liverpool í La Manga á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudag. Ólíklegt er að Zenden verði orðinn leikfær og því hafa dyrnar í byrjunarliðið opnast fyrir Harry Kewell. Kewell hefur verið meiddur allt tímabilið en gæti spilað sinn fyrsta og eina leik á tímabilinu í sjálfum úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Kewell hefur spilað fyrir varaliðið hjá Liverpool og þykir líka nokkuð vel út miðað við hversu lengi hann hefur verið fjarverandi. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, gæti þó einnig spilað John Arne Riise á kantinum og sett Alvaro Arbeloa í bakvörðinn, en talið er að hann treysti hinum fljóta Mark Gonzalez ekki til að byrja inn á í svo mikilvægum leik. Það sem Kewell hefur hins vegar fram yfir Arbeloa er reynslan og telja enskir fjölmiðlungar að hún gæti jafnvel gert gæfumuninn. Benitez vill þó ekki útiloka Zenden frá leiknum alveg strax. "Hann er meiddur á ökkla og eftir meðferð hjá lækni fékk hann ágætar fréttir. Bólgan er ekki eins slæm og við héldum en það er samt erfitt að segja til um hvernig hann verður á miðvikudaginn." "Það er mjög slæmt fyrir okkur að vera án Zenden. Hann er mikill karakter og við þurfum á reynslu hans og þekkingu að halda í svona mikilvægum leik," segir Benitez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira