LeBron James frábær í sigri Cleveland 28. maí 2007 05:37 Hér má sjá hvað James treður með tilþrifum yfir Rasheed Wallace í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira