Mótmælt í Rostock Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:00 Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira