Samkomulag í loftslagsmálum Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 19:13 Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira