Bush í Róm Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 12:12 Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira