Gríðarleg dramatík á Spáni 9. júní 2007 20:55 Barcelona fór illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld AFP Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca. Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca.
Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira