Fjöldi flóttamanna eykst í fyrsta sinn í fimm ár Jónas Haraldsson skrifar 19. júní 2007 06:56 Börn frá Súdan hvíla sig í skýli fyrir flóttamenn við landamærin við Chad. MYND/AFP Fjöldi flóttamanna um allan heim hefur aukist í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Talið er að rekja megi þessa aukningu til flóttamannastraums frá Írak en fjöldi flóttamanna þaðan jókst um 14 prósent. Alls eru þeir um tíu milljónir sem þurft hafa að flýja land sitt vegna átaka. Þá hafa nærri þrettán milljónir þurft að flýja heimili sín en búa enn innan landamæra ríkja sinna. Fyrir utan átökin í Írak, þá hafa bardagar í Líbanon, Austur-Tímor, Súdan og Sri Lanka átt sinn þátt í aukningunni. Flóttamenn frá Palestínu, sem hafa þurft að flytja sig um set vegna átaka við Ísrael, eru ekki taldir með í þessum tölum. Flestir flóttamenn koma frá Afganistan, eða um tvær komma ein milljón, og næstflestir frá Írak, eða um ein og hálf milljón. Í ríkjum Mið-Afríku eru síðan tæpar tvær milljónir flóttamanna. Formaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði samtök sín þurfa að leggja hart að sér til þess að snúa þessari þróun við. Engu að síður sagði hann samtökin oft standa frammi fyrir hindrunum stjórnvalda og nefndi því til stuðnings ástandið í Darfúr. Stjórnvöld í Súdan hafa lengi vel neitað hjálparsamtökum um starfsleyfi í Darfúrhéraði. Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Fjöldi flóttamanna um allan heim hefur aukist í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Talið er að rekja megi þessa aukningu til flóttamannastraums frá Írak en fjöldi flóttamanna þaðan jókst um 14 prósent. Alls eru þeir um tíu milljónir sem þurft hafa að flýja land sitt vegna átaka. Þá hafa nærri þrettán milljónir þurft að flýja heimili sín en búa enn innan landamæra ríkja sinna. Fyrir utan átökin í Írak, þá hafa bardagar í Líbanon, Austur-Tímor, Súdan og Sri Lanka átt sinn þátt í aukningunni. Flóttamenn frá Palestínu, sem hafa þurft að flytja sig um set vegna átaka við Ísrael, eru ekki taldir með í þessum tölum. Flestir flóttamenn koma frá Afganistan, eða um tvær komma ein milljón, og næstflestir frá Írak, eða um ein og hálf milljón. Í ríkjum Mið-Afríku eru síðan tæpar tvær milljónir flóttamanna. Formaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði samtök sín þurfa að leggja hart að sér til þess að snúa þessari þróun við. Engu að síður sagði hann samtökin oft standa frammi fyrir hindrunum stjórnvalda og nefndi því til stuðnings ástandið í Darfúr. Stjórnvöld í Súdan hafa lengi vel neitað hjálparsamtökum um starfsleyfi í Darfúrhéraði.
Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira