Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona 25. júní 2007 16:58 Henry heilsar stuðningsmönnum Barcelona á Nou Camp AFP Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08