Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Jónas Haraldsson Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 06:56 Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað. Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað.
Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira