Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum 21. september 2007 09:59 Eins og sjá má eru um gríðarlegt magn fíkniefna að ræða. MYND/Stöð 2 Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar að mennirnir fimm sem teknir voru hér á landi hefðu verið úrskurðaðir í mánaðar gæsluvarðhald að einum undanskildum, sem hefði verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald. Þeir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri og hafa allir komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála, segir lögreglan. Lögregluyfirvöld í hinum löndunum myndu taka um það ákvörðun í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Síðar yrði ákveðið hvort farið yrði fram á framsal mannanna til Íslands. Lögregla gerði húsleit á fimm stöðum á Íslandi í gær en vildi ekki greina frá því hvað hefði fundist þar. Enn fremur var leitað í bifreiðum. Þá gerði lögregla húsleit í Færeyjum og Danmörku og þar fundust fíkniefni. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að 60 kíló af fíkniefnum hefðu fundist í skútunni, meirihlutinn amfetamín en einnig 14 kíló af e-töfludufti og 1800 e-töflur. Bendir margt til að styrkleiki efnanna sé mikill. Enn fremur kom fram að íslenskir fíkniefnealögreglumenn hefðu verið starfandi erlendis vegna málsins undanfarna mánuði.Lögreglan greindi frá framvindu rannsóknarinnar á fíkniefnasmyglinu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun.MYND/Stöð 2Yfirheyrslur yfir sakborningunum eru þegar hafnar bæði hér og erlendis en rannsókn á eftir að leiða í ljós hver hlutur hvers og eins í málinu sé. Þá sagði lögregla að skútan sem notuð var í smyglið hefði verið leigð í Evópu og henni siglt þaðan með viðkomu í Færeyjum. Verið er að flytja skútuna til Reykjavíkur þar sem nákvæmnisleit í henni fer fram. Von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag vegna málsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar að mennirnir fimm sem teknir voru hér á landi hefðu verið úrskurðaðir í mánaðar gæsluvarðhald að einum undanskildum, sem hefði verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald. Þeir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri og hafa allir komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála, segir lögreglan. Lögregluyfirvöld í hinum löndunum myndu taka um það ákvörðun í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Síðar yrði ákveðið hvort farið yrði fram á framsal mannanna til Íslands. Lögregla gerði húsleit á fimm stöðum á Íslandi í gær en vildi ekki greina frá því hvað hefði fundist þar. Enn fremur var leitað í bifreiðum. Þá gerði lögregla húsleit í Færeyjum og Danmörku og þar fundust fíkniefni. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að 60 kíló af fíkniefnum hefðu fundist í skútunni, meirihlutinn amfetamín en einnig 14 kíló af e-töfludufti og 1800 e-töflur. Bendir margt til að styrkleiki efnanna sé mikill. Enn fremur kom fram að íslenskir fíkniefnealögreglumenn hefðu verið starfandi erlendis vegna málsins undanfarna mánuði.Lögreglan greindi frá framvindu rannsóknarinnar á fíkniefnasmyglinu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun.MYND/Stöð 2Yfirheyrslur yfir sakborningunum eru þegar hafnar bæði hér og erlendis en rannsókn á eftir að leiða í ljós hver hlutur hvers og eins í málinu sé. Þá sagði lögregla að skútan sem notuð var í smyglið hefði verið leigð í Evópu og henni siglt þaðan með viðkomu í Færeyjum. Verið er að flytja skútuna til Reykjavíkur þar sem nákvæmnisleit í henni fer fram. Von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag vegna málsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira