Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og er Bayern München enn á toppnum.
Bayern München átti ekki í vandræðum með botnlið Energie Cottbus í kvöld og vann sannfærandi sigur, 5-0.
Miroslav Klose skoraði þrennu í leiknum en Luca Toni og Martin Demichelis gerðu hin mörkin tvö.
Bayern hefur þriggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar og er enn taplaust eftir sjö leiki. Liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig á tímabilinu, rétt eins Leverkusen. Bayern hefur hins vegar skorað 21 mark, en Leverkusen 11 mörk.
Leverkusen er í öðru sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir 2-1 útisigur á Nürnberg í kvöld.
Þýskalandsmeistarar Stuttgart unnu 1-0 sigur á Bochum.
Úrslit kvöldsins:
Bayern München-Energie Cottbus 5-0
Armenia Bielefeld-Hannover 96 0-2
Eintracht Frankfurt-Karlsruhe 1-2
Nürnberg-Bayer Leverkusen 1-2
Stuttgart-Bochum 1-0