Liverpool lá heima 3. október 2007 20:37 Valbuena fagnar glæsilegu sigurmarki sínu á Anfield NordicPhotos/GettyImages Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira