Stefnir í metár í landsleikjafjölda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 20:34 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fær mikið af verkefnum á næsta ári. Mynd/E. Stefán Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010. Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira