Þverstæða lífs og dauða 16. janúar 2008 06:00 Tilgangur eða Tilgangsleysi? Úr verkinu norway.today sem sýnt verður á Ísafirði á morgun. Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. [email protected] Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. [email protected]
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira