Er þetta lausnin? 27. febrúar 2008 05:45 Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar