Unnið á mörgum vígstöðvum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Björk Hauksdóttir, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda. „Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“ Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“
Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira