Magni í útrás vinnur Bon Jovi 12. mars 2008 00:01 Söngvarinn Magni Ásgeirsson keppti um hylli tónlistarunnenda við Bon Jovi. Hann telur sig hafa unnið.Fréttablaðið/hrönn Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi. Rock Star Supernova Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi.
Rock Star Supernova Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira