Smygl á bréfi olli lengd einangrunar 8. apríl 2008 00:40 Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. Pólstjörnumálið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira