Lestur, veiði og skíði 9. apríl 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn tíma aflögu til frístundaiðkunar. Hann reynir þó að komast í lestur góðra bóka og á sumrin laumast hann í veiði. Markaðurinn/Anton „Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira