Beck með afmælisplötu

Í dag, á 38 ára afmæli Becks, kemur út áttunda platan hans, Modern Guilt. Tvö ár eru síðan síðasta platan hans kom út. Á nýju plötunni nýtur Beck meðal annars liðsinnis tónlistarkonunnar Cat Power, sem spilaði á Innipúkanum fyrir þremur árum, og Dangermouse, sem hljóðvann plötuna. Þetta er síðasta platan sem Beck gerir fyrir útgáfuna Interscope, en samningur hans við fyrirtækið er nú útrunninn.