Orðrómur um að Britney Spears muni troða upp á tónleikaferðalagi Madonnu gengur nú fjöllunum hærra. Madonna er sögð hafa boðið Britney að ganga til liðs við sig í von um að hjálpa henni, en Britney er nú að reyna að koma söngferli sínum aftur á skrið eftir undangengna erfiðleika.
Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun hittust stöllurnar í New York á sunnudaginn var til að taka upp myndband sem síðan verður varpað upp á breiðtjald og notað sem bakgrunnur á tónleikaferðalagi Madonnu, Stick and Sweet. Þá er Britney sögð ætla að troða upp með henni á nokkrum stöðum. Ferðalagið hefst 23. ágúst næstkomandi.