Bailey: Leikmenn skilja ástandið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2008 16:00 Damon Bailey, leikmaður Grindavíkur. Mynd/BB Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira