Af hverju bankaleynd Björn Ingi Hrafnsson skrifar 26. nóvember 2008 00:01 Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun