Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands 27. september 2008 09:00 Gísli Örn Garðarsson leikur um þessar mundir í næstu stórmynd Jerry Bruckheimer en hefur auk þess tekið að sér hlutverk Don Juan í hinu virta breska leikhúsi Royal Shakespeare Company. Fréttablaðið/Hörður „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta." Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta."
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira